Kynlegar tölur 2022: Sjónum beint að innflytjendum og málefnum hinsegin fólks

Kynlegar tölur 2022

Kynlegar tölur, samantekt Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu á ýmsum tölfræðilegum upplýsingum er komin á vef Reykjavíkurborgar.

Þetta er ellefta árið sem Reykjavíkurborg gefur út bækling með tölulegum upplýsingum um kyn og margbreytileika í borginni og í ár var sjónum beint að innflytjendum og málefnum hinsegin fólks. Má þar nefna að árið 1998 voru konur 1.694 innflytjenda í Reykjavík en karlar 1.224 miðað við árið 2021 þar sem konur voru 11.482 og karlar 14.187. Þetta nemur 578% fjölgun á meðal kvenna og 1059% fjölgun á meðal karla og breytingu á kynjahlutföllum. 

Árið 2021 voru 49% umsókna kvenna um alþjóðlega vernd samþykktar en 39% umsókna karla. Á sama tíma voru 54% umsókna stúlkna samþykktar en 48% umsókna drengja. Talsvert fleiri umsóknir karla bárust eða 375 á meðan 197 konur sóttu um alþjóðlega vernd.  

Hlutfallslegt atvinnuleysi eftir ríkisfangi í mars 2019, 2020, 2021 og 2022 var talsvert hærra hjá einstaklingum með erlent ríkisfang en þeim sem voru með íslenskt ríkisfang. Í mars 2022 var atvinnuleysi meðal fólks með erlent ríkisfang 8% eða fjórfalt hærra en meðal fólks með íslenskt ríkisfang sem var 1,8%. 

Hlutfall þeirra sem nýttu sér ráðgjafaþjónustu Samtakanna ´78 árin 2020 og 2021 jókst um nær helming á meðal barna undir 13 ára aldri. Árið 2020 voru 4.8% þeirra sem nýttu sér þjónustuna börn undir 13 ára en árið 2021 voru börn undir 13 ára 8% þeirra sem nýttu þjónustuna

Fjöldi einstaklinga í þjónustu við transteymi fullorðinna hjá Landspítala fóru frá því að vera 49 árið 2018 í að vera 75 árið 2021. Árið 2022 höfðu 56 starfsstaðir Reykjavíkurborgar fengið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar sem byrjað var að veita árið 2020.  

Kynlegar tölur