Kynjaverur úrslit í myndasögusamkeppni | Reykjavíkurborg

Kynjaverur úrslit í myndasögusamkeppni

sunnudagur, 6. maí 2018

Erena Mist Pétursdóttir vann í myndasögusamkeppni sem Borgarbókasafnið stóð að í samvinnu við Myndlistarskólann í Reykjavík og Nexus. Úrslitin voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í gær.

 • Sigurvegari Myndasögu keppninnar: Erna Mist Pétursdóttir
  Sigurvegari Myndasögu keppninnar: Erna Mist Pétursdóttir
 • Myndasaga Kynjaverur: Emil Logi Heimisson
  Myndasaga Kynjaverur: Emil Logi Heimisson
 • Myndasaga Kynjaverur: Loftur Snær Orrason og Tómas Funi Guðbjörnsson
  Myndasaga Kynjaverur: Loftur Snær Orrason og Tómas Funi Guðbjörnsson
 • Myndasaga Kynjaverur: Una Björk Guðmundsdóttir
  Myndasaga Kynjaverur: Una Björk Guðmundsdóttir

Þetta er í tíunda skiptið sem samkeppnin er haldin. Þemað að þessu sinni var "Kynjaverur" og þátttakendur voru á aldrinum 10-20 ára.Verðlaun eru veitt fyrir þrjár bestu sögurnar. Úrslitin voru kynnt við hátíðlega athöfn þegar sýning með völdum myndasögum sem sendar voru í keppnina opnaði í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Grófinni í gær laugardaginn 5. maí. Samtals voru 38 verk send í keppnina.
Sigurvegari í myndasögukeppninni er Erna Mist Pétursdóttir.

Viðurkenningar´hlutur:

·       Emil Logi Heimisson

·       Loftur Snær Orrason og Tómas Funi Guðbjörnsson

·       Una Björk Guðmundsdóttir

Nexus gaf þremur þátttakendum teiknisett og -blokkir og í fyrstu verðlaun var teikninámskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Dómnefnd í ár skipuðu Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, myndhöfundur, Ninna Þórarinsdóttir kennari í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Droplaug Benediktsdóttir verkefnastjóri miðlunar og sýningarhalds hjá Borgarbókasafninu.

Sýning á völdum verkum í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Grófinni stendur til 27. maí.