Kvíði hjá börnum og unglingum – einkenni og úrræði | Reykjavíkurborg

Kvíði hjá börnum og unglingum – einkenni og úrræði

mánudagur, 5. febrúar 2018

Borgarbókasafnið Menningarhúsið Gerðubergi veðrur með Lífsstílskaffi miðvikudaginn 7. febrúar næstkomandi milli klukkan 20 - 22.00 þar sem fjallað verður um kvíða hjá börnum og unglinum, einkennin og hvaða úrræði eru í boði. |

 

 

  • Kvíði - hvað er til ráða?
    Kvíði - hvað er til ráða?

Ólöf Edda Guðjónsdóttir, sálfræðingur, mun fjalla um einkenni kvíða hjá börnum og unglingum. Hvað er eðlilegur kvíði og hvenær er kvíði orðinn að vandamáli? Hvað er til ráða?

Ólöf starfar sem sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Þar sinnir hún greiningu á leik- og grunnskólabörnum ásamt ráðgjöf til foreldra og starfsmanna á leikskóla. Á þjónustumiðstöðinni heldur Ólöf námskeiðið Klókir krakkar og Klókir litlir krakkar fyrir börn með kvíða og foreldra þeirra. Þar heldur hún einnig HAM námskeið fyrir unglinga með einkenni kvíða og depurðar. Ólöf starfar einnig á Heilsuborg þar sem hún sinnir einstaklingsmeðferð barna og unglinga vegna kvíða, depurðar og lágs sjálsmats og ráðgjöf til foreldra.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!