Kubbur tæmir brúnar tunnur

Nokkrar brúnar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang.

Sorphirðufyrirtækið Kubbur ehf. sinnir söfnun á brúnni tunnu í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfársdal, Árbæ og Breiðholti í vetur. Fyrsta hirðan hefst laugardaginn 20. ágúst og lýkur yfirferðinni á mánudag.

Fyrirhugað er að brúna tunnan verði áfram tæmd á sömu dögum og grá tunna undir blandaðan úrgang en upplýst verður ef breytingar verða þar á.

Sorphirða Reykjavíkurborgar tæmir áfram brúnar tunnur í Hamrahverfi og tvískiptar og brúnar tunnur á Kjalarnesi.

Breyttir hirðudagar í vetur

Ath! Uppfært september 2022. Breyttir hirðudagar á brúnni tunnu í vetur. Brún tunna í Grafarvogi (utan Hamrahverfis) og Grafarholti verður tæmd annan hvorn föstudag frá og með 2.september. Brún tunna í Breiðholti, Árbæ og Norðlingaholti verður tæmd annan hvorn föstudag frá og með 9. september. Brún tunna í Hamrahverfi og á Kjalarnesi  verður áfram tæmd á sömu dögum og grá tunna.