Kraumandi menningardeigla í Fellaskóla | Reykjavíkurborg

Kraumandi menningardeigla í Fellaskóla

fimmtudagur, 26. apríl 2018
Menningarmót var haldið í 8. bekk í Fellaskóla í morgun. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom af því tilefni í heimsókn í gamla skólann sinn. 
 

 

 • Lilja mennta- og menningarmálaráðherra svarar spurningum nemenda.
  Lilja mennta- og menningarmálaráðherra svarar spurningum nemenda.
 • Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar nemendur í gamla skólanum sínum í Fellahverfinu.
  Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar nemendur í gamla skólanum sínum í Fellahverfinu.
 • Kristín R. Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af því að innleiða menningarmót í reykvísku skólastarfi.
  Kristín R. Vilhjálmsdóttir hefur haft veg og vanda af því að innleiða menningarmót í reykvísku skólastarfi.
 • Þessi stúlka sem á áttir að rekja til Marokkó er listateiknari og sýndi hvernig hún æfði sig að teikna.
  Þessi stúlka sem á áttir að rekja til Marokkó er listateiknari og sýndi hvernig hún æfði sig að teikna.
 • Vinkonur frá Nígeríu og Makedóníu.
  Vinkonur frá Nígeríu og Makedóníu.
 • Það má líka státa sig af íþróttaafrekum á menningarmóti.
  Það má líka státa sig af íþróttaafrekum á menningarmóti.
 • Nemendur í Fellaskóla eru eins ólíkir og þeir eru margir - enginn eins en allir með.
  Nemendur í Fellaskóla eru eins ólíkir og þeir eru margir - enginn eins en allir með.
 • Stúlknakór syngur á sal.
  Stúlknakór syngur á sal.
 • Ráðherra fræðist um fjölbreytta menningarheima.
  Ráðherra fræðist um fjölbreytta menningarheima.

Þetta er tíunda árið í röð sem menningarmót er haldið í Fellaskóla en vandfundinn er sá skóli í landinu sem státar af jafn mikilli fjölmenningu. Hátt í fjörutíu tungumál eru töluð í skólanum þar sem sjö af hverjum tíu nemendum eiga annað móðurmál en íslensku. 

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sleit barnsskónum í Fellahverfinu og heimsótti gamla skólann sinn í morgun. Hún rifjaði upp sín skólaár og sagði sér afar minnisstætt hversu margir frábærir kennarar hefðu starfað í Fellaskóla þegar hún var þar nemandi. Þá sagðist hún búa að þeirri reynsla alla tíð að hafa verið í skólanum og síðasta árið sem formaður í nemendafélaginu. Sú reynsla nýttist henni enn, ekki síst sem ráðherra mennta- og menningarmála. 

Kristin R. Vilhjalmsdóttir innleiddi menningarmót í grunnskólum borgarinnar og opnaði hún mótið í Fellaskóla í morgun með nemendum sem buðu gesti velkomna á hinum ýmsu tungumálum sem töluð eru í skólanum. Síðan var haldið í kennslustofu 8. bekkjar þar sem nemendur höfðu stillt upp ýmsum munum og myndum til að varpa ljósi á áhugamál sín og menningarbakgrunn.