Kosningaþátttaka stefnir í nýjar hæðir

Betri hverfi Fjármál

""

Í dag höfðu um 5.700 íbúar kosið um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og þar sem enn eru nokkrir dagar til stefnu má búast við að fyrri met verði slegin. Síðast var kosningaþátttakan 7,3% og í gær var hún komin í  5,6% þó enn væri vika til stefnu.
Síðasti dagur til að kjósa er fimmtudagurinn 17. nóvember og er kosið á vefnum kosning.reykjavik.is

Allir íbúar sem verða 16 ára í ár og eldri hafa kosningarétt. Íbúar velja fyrst borgarhluta og kjósa síðan milli 20 verkefna. Ekki er nauðsynlegt að velja fyrir alla upphæðina sem hverfið hefur til ráðstöfunar.

Kosningarnar sem nú standa yfir eru síðasta stigið af fjórum í samráðsferli íbúa, hverfisráða og Reykjavíkurborgar og eru niðurstöðurnar bindandi. Verkefni sem íbúar kjósa verða framkvæmd frá apríl til september 2017.

Nánari upplýsingar:

  • KOSIÐ ER Á VEFNUM  KOSNING.REYKJAVIK.IS
  • UPPLÝSINGAR UM FYRIRKOMULAG, UPPHÆÐIR OG TÍMASETNINGAR ER AÐ FINNA Á HVERFIDMITT.IS