Klébergsskóli stóð sig vel í hreinsunarvikunni

þriðjudagur, 16. maí 2017

Klébergskóli fékk viðurkenningu og blómvönd fyrir framúrskarandi frammistöðu í hreinsunarviku Reykjavíkurborgar

  • Hjalti J. Guðmundsson afhendir viðurkenninguna
  • Eldri nemendur
    Eldri nemendur
  • Yngri nemendur
    Yngri nemendur

Reykjavíkurborg stóð fyrir hreinsunarviku 2. – 7. maí  og tóku fjölmargir borgarbúar, fyrirtæki og stofnanir þátt í því. Grunnskólar í Reykjavík voru einnig hvattir til að taka til í nærumhverfi sínu og geta skráð sig til verka í hreinsunarvikunni.

Skrifstofa reksturs og umhirðu borgarlands hafði umsjón með vikunni og veitti Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Klébergsskóla blómvönd og viðurkenningarskjal vegna þátttökunnar og framúrskarandi árangri.

Reynir Schmidt umsjónarmaður Klébergsskóla veitti viðurkenningunni móttöku og við það tilefni röðuðu hluti krakkanna úr skólanum sér upp til myndatöku. Hjalti hélt svo stutta ræðu þar sem hann þakkaði nemendum og kennurum fyrir þátttökuna og ræddi um mikilvægi þess að sinna nærumhverfinu vel.

Í ljós kom að Kjalnesingar höfðu verið mjög duglegir í að taka til rusl núna í hreinsunarvikunni fóru skipulega um allt hverfið og alveg niður í Esjumela og tíndu upp mikið rusl !

Er þeim þakkað kærlega eins og öðrum sem tóku þátt.