Kjarasamningar við iðnaðarmenn undirritaðir

Atvinnumál Fjármál

""

Samninganefnd Reykjavíkurborgar undirritaði nýjan kjarasamning við Samiðn, samband iðnfélaga miðvikudaginn 22. janúar síðastliðinn.

Að sögn Hörpu Ólafsdóttur, formanns samninganefndar Reykjavíkur, taka kjarasamningarnir mið af Lífskjarasamningnum svokallaða sem gildir á almennum vinnumarkaði. Verði samningarnir samþykktir munu þeir gilda frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Samiðn - samband iðnfélaga, er landssamband stéttarfélaga sem varð til við samruna Málm- og skipasmiðasambands Íslands og Sambands byggingamanna. Aðild að sambandinu eiga starfsfólk í bílgreinum, hársnyrtigreinum, málmtæknigreinum, tækniteiknun, snyrtifræði, byggingagreinum, garðyrkju og skipasmíðum.

Formaður Samiðnar er Hilmar Harðarson.