Kampakát með ný leiktæki á skólalóðinni

Umhverfi Skóli og frístund

""

Mikil gleði er meðal nemenda og starfsfólks Vesturbæjarskóla með endurbætur sem gerðar voru á skólalóðinni í sumar. 

Í sumar var skólalóð Vesturbæjarskóla lagfærð og endurgerð að stórum hluta. Í þessum fyrri áfanga endurgerðar voru sett upp ný ný leiktæki, stór kastali og rólur. Þá var aðkoma að skólanum við Framnesveg endurbætt og þar er komið stæði fyrir rútur ásamt sleppisvæði. Enn er verið að klára þessa vinnu við skólalóðina og setja niður snúningsdisk, bekki fyrr útikennslu og helluleggja við inngang á Sólvallagötu. Krakkarnir í Vesturbæjarskóla eru kampakát með nýju leiktækin og aukið svigrúm á skólalóðinni og njóta blíðra síðsumardaga á skólalóðinni.