Kalkofnsvegi lokað tímabundið

Framkvæmdir Samgöngur

""

Miklar breytingar verða á umferðarflæði um miðborgina í sumar þegar Kalkofnsvegur milli Hverfisgötu og Geirsgötu verður lokaður fyrir umferð tímabundið vegna framkvæmda.

Kalkofnsvegi verður lokað á morgun, fimmtudaginn 30. mars og hefja verktakar vinnu við að setja upp vegmerkingar og vísanir á hjáleiðir þegar þungi morgunumferðar er liðinn hjá.  Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og aðgát við þessar breyttu aðstæður.

Til að draga úr áhrifum lokunar hefur Tryggvagötu verið breytt í tvístefnuakstur, en á hluta hennar hefur verið einstefna vegna framkvæmda við Straujárnið eins og byggingin Hafnarstræti 19 hefur verið kölluð.  

Strætó sem ekið hefur úr Lækjargötu upp á Hlemm ekur nú um Hverfisgötu í stað Sæbrautar. Sama gildir um akstur frá Hlemmi.
Umferð verður hleypt á ný gatnamót Geirsgötu og Kalkofnsvegar í ágúst. Fyrst í stað verða þar þrengingar en gatnamótin verða að fullu frágengin í nóvember.

Á verktíma verða tímabundnar þrengingar og hjáleiðir. Ökumenn eru því beðnir um að gefa sér tíma þegar þeir eiga leið um þetta svæði.

Nánari upplýsingar: