Jólin hjá Skógrækt Reykjavíkur

Mannlíf Skóli og frístund

""

Jólamarkaðurinn að Elliðavatnsbæ og jólaskógurinn á Hólmsheiði er orðinn fastur liður hjá mörgum fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu. Tilvalið að fara á jólamarkaðinn og kaupa fallegar jólagjafir. Jólaskógurinn opnar um helgina 8. desember nk. þá er hægt að sækja sér jólatré.

Jólamarkaðurinn að Elliðavatnsbæ í Heiðmörk er haldin ár hvert af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þar er mikil og ljúf jólastemming á aðventunni, og ánægjulegt að sjá að heimsókn á jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum fjölskyldum. 

Jólamarkaðurinn verður opinn um helgar frá  1.12. – 22.12.  klukkan 12:00 til 17:00. Hugsjón Jólamarkaðsins er að stuðla að fjölskylduupplifun í vetrarparadís þar sem fólk kemur og nýtur sín í skóginum og getur fundið fallegar og nátturulegar vörur fyrir hátíðarnar. Það er tilvalið að flýja ys og þys borgarinnar um stund, og til að finna réttu jólastemninguna í friðsælu og fallegu umhverfi við Elliðavatnið.

Munið – það tekur aðeins 15 mínútur að aka frá miðbæ Reykjavíkur að Elliðavatnsbænum í Heiðmörk. Nýhöggvin íslensk jólatré af ýmsum stærðum verða á boðstólum á Jólamarkaðnum. Í boði er stafafura, rauðgreni, blágreni, sitkagreni og fjallaþinur. Sjá nánar: Jólamarkaður að Elliðavatnsbæ

Jólaskógurinn á Hólmsheiði 

Það er orðin sterk hefð í mörgum fjölskyldum að koma í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á aðventunni og höggva sitt eigið jólatré. Í ár verður Jólaskógurinn opinn helgarnar 8. - 9. desember,15.-16. desember og 22. desember frá kl. 11-16.

Gestir fá afnot af sög og skógarhöggmennirnir aðstoða við að finna jólatréin og pakka trjánum.

Alla daga verður líf og fjör, jólasveinarnir verða á staðnum og það verður logandi varðeldur. Við verðum með rjúkandi ketilkaffi til sölu, heitt kakó og smákökur. Það er sannkölluð jólastemning í skóginum!

Íslensk jólatré eru vistvæn og sjálfbær. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa.

Í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur 50 plöntur.

Sjá nánar: Jólaskógur

Félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur fá 15% í afslátt.