Jólamarkaðurinn í Hjartagarðinum

Mannlíf Menning og listir

""

Jólamarkaðurinn í Hjartagarðinum opnar við hátíðlega athöfn á morgun fimmtudaginn, 13. desember kl. 16:00.

Þetta er í þriðja sinn sem markaðurinn er haldinn í Hjartagarðinum og þar er ávallt jólalegt um að litast og tilvalið að líta við á aðventunni.

Barnakórinn Graduale Futuri syngur nokkur jólalög

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, opnar jólamarkaðinn

Jólasveinar verða á vappi og boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur fyrir gesti og gangandi.

Á jólamarkaðnum verður boðið upp á ýmislegt góðgæti, jólaglögg, heitt súkkulaði, brenndar og sykraðar möndlur, íslenskt handverk og hönnun sem og hangið kjöt.

Öll velkomin

Um jólamarkaðinn á Facebook