Jazzhátíð í Reykjavík

Menning og listir

""

Jazzhátíð Reykjavíkur var sett með pompi og prakt í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.  Að venju var efnt til Jazzgöngu um miðborgina á opnunardegi hátíðarinnar þar sem allir helstu jazzgeggjarar landsins söfnuðust saman og gengu fylktu liði frá Hlemmi og niður Laugarveginn – með hljóðfærin á lofti.

Þar með var blásið til veislu, sem byrjaði í Tjarnarsal Ráðhússins, og mun standa fram til sunnudagsins 8. september.  Boðið verður upp spennandi dagskrá næstu daga í Tjarnarbíói, Hard Rock Cafe, Listasafni Íslands, Borgarbókkasafninu í Grófinni og Ráðhúsi Reykjavíkur.

Dagskráin spannar ótrúlega breitt svið og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk hefðbundinnar kvölddagskrár er boðið er upp á fjölda ókeypis viðburða –  Jazztónleikar haldnir í Ráðhúsinu eru klukkan fimm á daginn, opnir öllum og gjaldfrjálsir.

Meira um hátíðina