Jarðhæð: Síðustu sýningardagar

Mannlíf Menning og listir

""

Síðasti dagur sýningarinnar Jarðhæð eftir Ingólf Arnarsson í Hafnarhúsi er sunnudagurinn 10. febrúar. 

Síðasti dagur sýningarinnar Jarðhæð eftir Ingólf Arnarsson í Hafnarhúsi er sunnudagurinn 10. febrúar. 

Ingólfur hefur verið áhrifamikill í íslensku listalífi allt frá því að hann lauk listnámi í Hollandi snemma á níunda áratugnum. Teikning hefur ætíð skipað veigamikinn sess í listsköpun hans en teikningar Ingólfs einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Hann hefur jafnframt unnið verk á steinsteypu þar sem þyngd iðnaðarframleiddra eininga myndar undirlag næmra litatóna.

Á sýningunni í A- sal Hafnarhúss eru ný verk, nákvæmlega útfærð fyrir rými salarins. Segja má að verk Ingólfs séu aldrei einangruð fyrirbæri heldur ætíð hluti af úthugsaðri innsetningu og sýningarrými.