Jákvæð samskipti í starfi með börnum

Skóli og frístund Velferð

""

Náum áttum fjallar á fyrsta fundi nýs árs um jákvæð samskipti í starfi með börnum. Fundurinn er haldinn miðvikudaginn 23. janúar frá 8.15-10.00.

Að venju er fundurinn á Grand hóteli. Öll velkomin og morgunhressing er innifalin í verði.

Gunnar Hersveinn, heimspekingur og rithöfundur, talar um hvernig eigi að kenna börnum um gildin í lífinu.

Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Erindis, B.ed og MA í uppeldis- og menntunarfræðum, fjallar um áskoranir í samskiptum í skólasamfélaginu.

Að lokum talar Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, um forvarnir frá fyrstu tíð eða samskipti og samfélag ungra barna.

Fundarstjóri að að þessu sinni er Vanda Sigurgeirsdóttir.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni naumattum.is. Þátttökugjald er 3.000 krónur en innifalið í því er morgunverður.

Auglýsing fyrir morgunverðarfundinn