Jafnari kynjahlutföll | Reykjavíkurborg

Jafnari kynjahlutföll

fimmtudagur, 29. nóvember 2018

Reykjavíkurborg hefur unnið að því að jafna stöðu kynjanna og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf 

  • Erling Hugi Másson fyrrum leiðbeinandi hjá Kvistaborg
    Erling Hugi Másson fyrrum leiðbeinandi hjá Kvistaborg

Tilraunaverkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í jafnréttismálum 2015 – 2019 sem samþykkt var í borgarstjórn 20. október 2015. Verkefnið er skipulagt af mannauðsdeild Ráðhúss og mannréttindaskrifstofu til að mæta skyldum Reykjavíkurborgar sem atvinnurekanda með vísan í Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum. Reykjavíkurborg hefur sérstaklega unnið að því að jafna stöðu kynjanna og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf.

Markmiðið með verkefninu er að auka hlut þess kyns sem er í minnihluta á nokkrum starfsstöðum borgarinnar. Stuðla að jafnari kynjahlutföllum til lengri tíma og að byggja upp góðan vinnuanda á vinnustaðnum þar sem öll kyn eru velkomin.

Verkefnið felur m.a. í sér kortlagningu í upphafi á stöðu jafnréttismála á starfsstöðunum og innri rýni á ráðningarferlum, vinnufyrirkomulagi, samskiptum og ímynd. 

Unnið verður út frá mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á að starfsstaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Þátttaka í verkefninu gefur starfsstöðunum tækifæri til að vinna markvisst í því að auka fjölbreytni í starfsmannahópnum og byggja upp góðan starfsanda en þekkt er að þátttaka í sambærilegum verkefnum hefur oft þau áhrif. 

Þátttakendur í verkefninu eru sorphirða Reykjavíkurborgar, þjónustuver Reykjavíkurborgar og leikskólinn Kvistaborg.