Íþróttamannvirki í Úlfarsárdal | Reykjavíkurborg

Íþróttamannvirki í Úlfarsárdal

föstudagur, 8. september 2017

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrituðu í dag samning um uppbyggingu  íþróttamannvirkja í Úlfarsárdal.  Þau eiga að þjóna íbúum Grafarholts og  Úlfarsárdals og verða samtengd menningarmiðstöð, almenningsbókasafni og sundlaug hverfisins.

 • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrita samning um uppbyggingu íþróttamannvirkja.
  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrita samning um uppbyggingu íþróttamannvirkja.
 • Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrita samning um uppbyggingu íþróttamannvirkja.
  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Tómasson formaður Fram undirrita samning um uppbyggingu íþróttamannvirkja.
 • Áhugafólk um uppbyggingu í Úlfarsárdal
  Áhugafólk um uppbyggingu í Úlfarsárdal
 • Áhugafólk um uppbyggingu í Úlfarsárdal
  Áhugafólk um uppbyggingu í Úlfarsárdal
 • Skyggnst inn í framtíðina. Skóli, menningarhús, bókasafn, sundlaug og íþróttahús mun rísa í Úlfarsárdal.
  Skyggnst inn í framtíðina. Skóli, menningarhús, bókasafn, sundlaug og íþróttahús mun rísa í Úlfarsárdal.
 • Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR aðstoðaði borgarstjóra og formann Fram
  Ómar Einarsson sviðsstjóri ÍTR aðstoðaði borgarstjóra og formann Fram
 • Rætt um uppbyggingu í Úlfarsárdal
  Rætt um uppbyggingu í Úlfarsárdal
 • ÍTR-kempurnar Steinþór Einarsson og Þórgnýr Thoroddsen
  ÍTR-kempurnar Steinþór Einarsson og Þórgnýr Thoroddsen

Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt gervigrasvöll og grasæfingasvæði í Úlfarsárdal, komið fyrir bráðabirgða búningsaðstöðu og aðstöðu vegna æfinga- og heimaleikja á gervigrassvæði, auk þess sem Fram hefur aðgang að íþróttahúsum Ingunnarskóla og Sæmundarskóla.

Markmið með samningnum er að fullnægja þeim kröfum er íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals gera til öflugs íþrótta- og æskulýðsstarfs í hverfinu til framtíðar. Fram stefnir að því að verða fyrirmyndar og alhliða íþróttafélag í hverfinu og skuldbindur félagið sig til þess að annast íþrótta- og æskulýðsstarf fyrir félagsmenn sína, íbúa í  Grafarholti og Úlfarsárdal og á starfssvæði Fram og þjónusta skóla og aðra aðila verði eftir því leitað.

Samningurinn kveður á  um eftirtalin mannvirki á svæðinu:

 • Fjölnota íþróttamannvirki Fram fyrir æfingar og keppni með aðstöðu fyrir áhorfendur og þar sem hægt er að koma fyrir tveimur handknattleiksvöllum í fullri stærð, þversum með aðstöðu fyrir áhorfendur og með búnaði fyrir æfingar og leiki.
 • Aðalleikvang Fram þar sem verður gervigras með upphitun og flóðlýsingu ásamt vökvunarkerfi sem fullnægir kröfum KSÍ um mannvirki félaga í efstu deild karla í knattspyrnu með áhorfendastúku undir sama þaki.
 • Gervigrasvöllur – æfingavöllur, upphitaður og flóðlýstur. Fullnægir öllum þörfum samkvæmt núverandi stöðlum varðandi grasið, flóðljós, stærð o.s.frv. 
 • Knatthús.
 • Grasæfingavellir við aðalleikvang, sem fullnægir almennum kröfum varðandi undirlag, vökvunarkerfi og gæði grassins.
 • Fjölnota æfingavöllur og er þeirri framkvæmd nú þegar lokið að frátöldum endurbótum í samræmi við úttekt.
 • Búnaður, áhöld og tæki í íþróttasal, bardagasal, tækjasal, í búningsklefum og á knattspyrnuvöllum vegna æfinga, móta og leikja, þ.m.t. í efstu deildum, er hluti af heildar framkvæmd mannvirkjanna og kostnaði við þau.
 • Bílastæði, lóðafrágangur, trjágróður, gönguleiðir, hjólaleiðir, undirgöng, svæðið afgirt o.fl.
 • Þjónustuhús/geymslur við útisvæði vegna valla.

Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Fram munu í haust vinna sameiginlega að breyttu deiliskipulagi og er stefnt að því að vinnuhópur skili skýrslu um fyrirkomulag, framkvæmdir og rekstur og staðsetningu knatthússins fyrir 1. desember 2017.

Tengd frétt:

Uppbygging Dalskóla gengur vel