Ítalskir kennarar heimsækja Rimaskóla

Skóli og frístund

""

Rimaskóli hefur á undanförnum árum, í samstarfi við ACLE, ítölsk samtök á sviði menntunar, menningar og málvísinda, boðið ítölskum kennurum af öllum skólastigum upp á dagsheimsókn í skólann.

Ítalskir kennarar hafa sýnt þessum heimsóknum mikinn áhuga og í fyrra heimsóttu 100 kennarar skólann. Á þessu ári taldi hópurinn 50 kennara.

Helgi Árnason skólastjóri skipulagði dagskrá fyrir hópinn og mætti kennarahópurinn þangað fimmtudaginn 22. mars.  Eftir móttökuathöfn með söng og upplýsingum um skólann var boðið upp á rúmlega þriggja tíma leiðsögn um kennslustofur. Gestirnir heilluðust af skólastarfinu, góðum aðbúnaði og vinalegum móttökum bæði frá nemendum, kennurum og öðru starfsfólki skólans.

List-og verkgreinakennsla eru nánast óþekktar greinar á Ítalíu með þeim hætti sem íslenskir skólar bjóða upp á. Stjórnendum í Rimaskóla fannst því oánægjulegt að fylgjast með því hversu mjög gestirnir heilluðust af viðfangsefnum nemenda og nutu þess að spjalla við þá og kennara þeirra.