Íslenskukennsla og aðstoð við heimanám fyrir börn af erlendum uppruna

Skóli og frístund

""

Ungmenni fengin til að aðstoða í átaki til að efla íslenskukennslu og heimanám. 

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum 9. maí tillögu frá ungmennaráði Breiðholts þess efnis að staðið verði fyrir átaki fyrir fjölskyldur af erlendu bergi brotnar þar sem fram fari á sama tíma íslenskukennsla fyrir foreldra og heimanámsaðstoð fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára.
Í tillögunni fólst að ungmenni sem standa sig vel í námi verði fengin til að aðstoða í þessu átaki gegn því að fá þá vinnu metna til eininga eða sem val í grunnskólanum.

Í bókun ráðsins segir m.a. :

- Fátt hefur jafn mikil og varanlegt áhrif fyrir börn með annað móðurmál en íslensku en sá stuðningur sem er veittur á jafningjagrundvelli út frá raunverulegum þörfum þeirra. Næstu skref verða að vinna kostnaðarmat og innleiðingaráætlun en vandlega þarf að meta hvers konar stuðning – bæði fjárhagslegan og faglegan - þarf til að innleiðingin verði árangursrík.

Tillaga ungmennaráðsins var borin upp á fundi í borgarstjóra með Reykjavíkurráði ungmenna í mars og vísað til afgreiðslu í skóla- og frístundaráði.