Innritun í leikskólana 2. apríl 2020

Skóli og frístund

""

Þann 2. apríl fer fram innritun í leikskóla í Reykjavík vegna plássa sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla.

Við innritun í leikskólana verður byrjað á börnum sem fædd eru í febrúar 2019 eða fyrr, þ.e. börn sem verða orðin 18 mánaðar 1. september n.k. ásamt yngri börnum sem njóta forgangs.

Börn eru innrituð í kennitöluröð og tekið er tillit til óska foreldra um leikskóla. Barnafjöldi er mismikill í hverfum borgarinnar og því þarf stundum að bjóða foreldrum dvöl fyrir barn í öðrum leikskóla en þeir hefðu helst kosið. 

Áætlað er að börnum sem boðin verður leikskóladvöl í þessari innritun geti hafið leikskólagöngu sína eftir að grunnskólar hefja störf að hausti og ráðið hefur verið í lausar stöður leikskólanna. 

Innritun í leikskóla er miðlæg, það er í höndum skóla- og frístundasviðs og leikskólastjóra í samráði við óskir foreldra eins og hægt er. Innritun fer fram rafrænt og fá foreldrar boð um vistun í gegnum innritunarkerfið Völu.

Biðlistinn verður síðan frystur í 21 dag á meðan unnið er úr listanum. Tryggt verður að öllum börnum á biðlista sem verða 18 mánaða 1. september fái boð um vistun þó svo að það geti verið í öðrum leikskólum en foreldrar sóttu um vistun fyrir barn sitt.