Innköllun á Til hamingju Sesamfræjum og Til hamingju Granóla

Heilbrigðiseftirlit

""

 Innköllun á Til hamingju Sesamfræjum og Til hamingju Granóla vegna varnarefnis (ethylen oxíð) sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla.

Nathan & Olsen hf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Til hamingju Sesamfræ 400 g og Til hamingju Granóla 1 kg vegna þess að sesamfræ sem notuð eru við framleiðslu matvælanna innihalda varnarefnið ethylen oxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla.  Sesamfræin eiga uppruna sinn á Indlandi.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki

Til hamingju

Til hamingju

Vöruheiti

Sesamfræ

Granóla

Nettómagn

400 g

1 kg

Best fyrir dagsetningar

21.9.2021, 12.10.2021.

23.9.2021, 24.9.2021, 13.10.2021, 14.10.2021

Framleiðandi

Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.

Dreifing

Bónus, Hagkaup, Krónan, Hlíðarkaup, Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Verslunin Kassinn, Kaskó, Smáalind/Fjölval.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreindar vörur eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim til Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.