Innköllun á Rema 1000 tómatssósu | Reykjavíkurborg

Innköllun á Rema 1000 tómatssósu

miðvikudagur, 9. ágúst 2017

Rema1000 tómatsósa hefur verið innkölluð vegna ofvaxtar mjólkursýrubaktería og gerjunar á vörunni samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. 

  • Innköllun á tómatsósu
    Innköllun á tómatsósu

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Efni: Innköllun á Rema1000 tómatsósu vegna ofvaxtar mjólkursýrubaktería og gerjunar á vörunni.

Víðir ehf. hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Rema1000 tómatsósu í 1000 g umbúðum vegna ofvaxtar mjólkursýrubaktería og gerjunar á vörunni. Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Rema1000
Vöruheiti: Ketchup - tómatsósa
Strikanúmer: 5002269761
Best fyrir: 31/1-2018, 16/2-2018, 22/2-2018, 1/3-2018 og 15/3-2018
Nettómagn: 1000 g.
Framleiðandi: Rema1000.
Framleiðsluland: Danmörk.
Innflytjandi: Víðir ehf., Skeifunni 11, 108 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir Víðis.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til  þeirrar verslunar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.