Innköllun á Raw Goji Berries | Reykjavíkurborg

Innköllun á Raw Goji Berries

mánudagur, 8. október 2018

Heilsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað af markaði sólþurrkuð lífræn gojiber vegna þess að varan getur innihaldið málmagnir.

  • Innköllun á Raw Goji Berries
    Innköllun á Raw Goji Berries

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Organic Raw Goji Berries.

Strikanúmer: 5060135240271.

Nettómagn: 150 g.

Lotunúmer: 2201.

Best fyrir lok: Maí 2019.

Framleiðandi: The Raw Chocolate Company, Bretlandi.

Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.

Dreifing: Verslanir Nettó og Heilsuhússins um land allt.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni í næstu verslun Nettó eða Heilsuhússins.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, í síma 517 0670.