Innköllun á Now B-100 fæðubótarefni | Reykjavíkurborg

Innköllun á Now B-100 fæðubótarefni

föstudagur, 25. maí 2018

Icepharma hefur, að höfðu samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið B-100 frá Now vegna þess að það inniheldur of mikið af B6-vítamíni.


 

  • Fæðubótarefnið B-100
    Fæðubótarefnið B-100

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Now.

Vöruheiti: B-100.

Best fyrir dagsetningar: Allar.

Lotunúmer: Öll.

Strikanúmer: 733739004369.

Nettómagn: 100 hylkja pakkning.

Framleiðandi: Now Foods.

Framleiðsluland: Bandaríkin.

Innflytjandi: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Dreifing: Verslanir um land allt.

Varan inniheldur 100 mg af B6-vítamíni í ráðlögðum daglegum neysluskammti.  Efri öryggismörk fyrir fullorðna skv. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) vegna neyslu á vítamíninu eru 25 mg á dag.

Neytendum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki eða farga.  Nánari upplýsingar veitir Icepharma í síma 540 8000.