Innköllun á myntutöflum frá Arkiteo

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

""

Myntutöflur frá Arkiteo hafa verið innkallaðar segir í fréttatilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur, að höfðu samráði við Arkiteo ehf, innkallað myntutöflur þar sem varan var pökkuð við óheilnæmar aðstæður.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: 
Ability to See Elves,
Ability to see Elvis,
Ability to Speak Icelandic,
Ability to Walk on Hot Lava,
Anti-ageing Blue Lagoon,
Ice Magic Powers,
Loved Forever,
Selfie Free,
Sing like Björk,
Tolerance for Brennivín,
Understand Sigur Rós,
You can Pronounce Eyjafjallajökull
You will be fearless like the Vikings,
You‘ll see Northern Lights,

Lotunúmer: Engar upplýsingar
Best fyrir: Engar upplýsingar
Nettómagn: Engar upplýsingar
Ábyrgðaraðili: Arkiteo ehf.
Dreifing: Woolcano, &Þó, Epal, IceWear, Ísbjörninn, Mál og Menning, Aurum, Islandica, Penninn/Eymundsson, Wiking, Volcano, Reðursafnið

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga. Nánari upplýsingar fást hjá Arkiteo, Hvassaleiti 39, í síma 696 3699.