Innköllun á Hrista og baka vöfflum | Reykjavíkurborg

Innköllun á Hrista og baka vöfflum

mánudagur, 26. febrúar 2018

Katla hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði vöru vegna þess að hún inniheldur ómerktan ofnæmis- og óþolsvald (eggjaduft).

  • Hrista og baka vöfflur
    Hrista og baka vöfflur

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Hrista og baka vöfflur
Strikanúmer: 5690591155453
Nettómagn: 330 g
Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar
Framleiðandi: Katla
Framleiðsluland: Ísland
Dreifing: Allar helstu matvöruverslanir á landinu.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir eggjadufti.  Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir eggjadufti eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Kötlu, Kletthálsi 3, 110 Reykjavík, milli 8-16 alla virka daga.  Nánari upplýsingar fást hjá gæðastjóra Kötlu í síma 510-4435 eða á netfanginu: rannsokn2@katla.is.