Innköllun á glútenlausu „Natural corn chips“ | Reykjavíkurborg

Innköllun á glútenlausu „Natural corn chips“

föstudagur, 2. febrúar 2018

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur: Glútenlaust Natural corn chips“ innkallað vegna þess að varan inniheldur glúten.

  • Innköllun á glútenlausri vöru „Natural corn chips“
    Innköllun á glútenlausri vöru „Natural corn chips“

Efni: Innköllun á glútenlausri vöru „Natural corn chips“ vegna þess að hún inniheldur glúten.

Heilsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði vöru vegna þess að hún er merkt glútenlaus en inniheldur glúten.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Amaizin Natural corn chips

Strikanúmer: 8716099102007

Nettómagn: 150 g

Lotunúmer: 37331

Best fyrir: 27.07.18

Framleiðandi: Amaizin

Dreifing: Nettó Granda, Nettó Selfossi, Fjarðarkaup ehf, Heilsuhúsinu Laugavegi og Hlíðarkaup.

Neytendur sem keypt hafa Hafrakökur með framangreindum dagsetningum mega skila þeim í verslanir þar sem kökurnar voru keyptar eða til Myllunnar, Skeifunni 19, milli 8-16 alla virka daga.

Fullyrt er á umbúðum vörunnar að hún sé glútenlaus (e. gluten free) en til að mega nota þessa fullyrðingu við markaðssetningu á matvælum mega þau ekki innihalda meira en 20 mg/kg af glúteni. Við innra eftirlit framleiðanda hefur komið í ljós að „Amaizin Organic sweet salsa chip dip“ inniheldur meira en 20 mg/kg af glúteni og er hún því ekki örugg fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi- eða óþol fyrir korni sem inniheldur glúten.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir glúteni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða hafa samband við Heilsu ehf., Bæjarflöt 1-3, í síma 517 0670.  

Nánari upplýsingar fást hjá Heilsu í síma 517-0670