Innköllun á Gammeldags Lakrids í 350g umbúðum

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

""

Fréttatilkynning frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Gammeldags Lakrids í 350g umbúðum vegna þess að varan getur innihaldið aðskotahlut (brot úr hörðu plasti).

Kólus hefur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað Gammeldags Lakrids í 350g umbúðum vegna þess að brot úr hörðu plasti fannst í einum pokanum.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti:  Gammeldags Lakrids

Strikanúmer: 5690657000369

Nettómagn: 350g

Best fyrir: 01.05.18

Lotunúmer: L 305

Framleiðandi: Kólus ehf, Tunguhálsi 5, 110 Reykjavík

Dreifing: Sölustaðir um allt land.  

Neytendur sem keypt hafa Gammeldags Lakrids með framangreindum dagsetningum mega skila honum þangað sem hann var keyptur eða til Kólus, Tunguhálsi 5. Nánari upplýsingar fást hjá Jóni í síma 535 0300.