Innköllun á enoki sveppum frá Suður-Kóreu

fimmtudagur, 5. janúar 2017

Innköllun á enoki sveppum frá Suður-Kóreu vegna þess að þeir geta innihaldið Listeria monocytogenes segir í Fréttatilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

  • ""

Efni:  Innköllun á enoki sveppum frá Suður-Kóreu vegna þess að þeir geta innihaldið Listeria monocytogenes.  Innnes ehf. hefur innkallað enoki sveppi vegna þess að sveppirnir geta innihaldið bakteríuna Listeria monocytogenes. Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Banken.
Vöruheiti:  Enoki mushrooms.
Strikanúmer: 8713021310103.
Lotunúmer: L22.
Nettómagn: 100 g.
Framleiðandi: Green Co., Ltd.
Framleiðsluland: Suður-Kórea.
Innflytjandi: Innnes ehf., Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir Nettó, Samkaup Úrval Grundarfirði, Samkaup Úrval Ísafirði, Samkaup Úrval Siglufirði, Samkaup Úrval Neskaupsstað, Kjörbúð Seyðisfjarðar, Fjarðarkaup, Iceland Engihjalla, Arnarbakka og Vesturbergi, verslanir Krónunnar, Nóatún Austurveri.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til innflytjanda eða til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt.