Innköllun á Bónus Kjarnabrauði

Heilbrigðiseftirlit

""

Myllan hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Bónus Kjarnabrauð.  Við innra eftirlit Myllunnar uppgötvaðist að hluti annarrar brauðaframleiðslu fór í poka merkta Bónus Kjarnabrauði en brauðið inniheldur ofnæmis- eða óþolsvaldinn lúpínu sem er ekki í Bónus Kjarnabrauði.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki:    Bónus.
  • Vöruheiti:    Kjarnabrauð.
  • Best fyrir dagsetning:    15.09.2020.
  • Framleiðandi:    Myllan, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík.
  • Dreifing:    Verslanir Bónus um land allt.

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir lúpínu og afurðum hennar.  Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir lúpínu eða lúpínuafurðum eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar um innköllunina fást hjá gæðadeild Myllunnar; gaedastjori@myllan.is, 510 2356.