Innkalla Lucky Me Noodles

Lucky Me Noodles

Vietnam Market, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Instant Noodles Pancit Canton Chili frá Lucky Me!

Ástæða innköllunar: Varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á innihaldsefnum sem síðan voru notuð við framleiðslu á vörunni.  Ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.

Hver er hættan? Ethylene oxíð hefur ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif (getur skaðað erfðaefnið) og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Lucky Me!

Vöruheiti: Instant Noodles Pancit Canton Chili

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 27/07/2022

Strikamerki: 4807770271229

Nettómagn: 60 g

Framleiðandi: Mobde Nissin Thailand Co. LTD.

Framleiðsluland: Tæland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Vietnam Market ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.

Dreifing: Verslanir Vietnam Market að Bankastræti 11 og Laugavegi 86-94.

Leiðbeiningar til neytenda: Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig má skila henni gegn endurgreiðslu í verslanir Vietnam Market, Bankastræti 11 og Laugavegi 86-94.

Nánari upplýsingar um innköllun: Nánari upplýsingar má nálgast í versluninni Vietnam Market, Bankastræti 11 og Laugaveg 87 eða í tölvupósti: info@vy.is