Innkalla Cyclopath Pale Ale

Innkallanir matvæla

Cyclo path pale ale.

ÁTVR og S.B. Brugghús, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hafa stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Cyclopath Pale Ale.

Ástæða innköllunar er að bjórinn getur bólgnað út og sprungið og það getur valdið slysahættu hjá neytendum.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  •  Vöruheiti: Cyclopath Pale Ale
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 14.6.2023
  • Strikamerki: Á dós: 5694230393046. Á kassa sem geymir 24 áldósir: 5694230393053
  • Nettómagn: 330 mL
  • Framleiðandi: S.B. Brugghús, Skipholti 31, 105 Reykjavík
  • Framleiðsluland: Ísland

Það er Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík og S.B. Brugghús, Skipholti 31, 105 Reykjavík, sem innkalla vöruna.

Eftirfarandi verslanir dreifa vörunni; ÁTVR/Vínbúðarinnar: Austurstræti, Kringlunni, Skútuvogi, Skeifunni, Stekkjarbakka, Heiðrún, Spöngin, Eiðistorgi, Dalvegi, Smáralind, Garðabær, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reykjanesbæ, Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum.

Viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru er beðnir um að farga vörunni eða skila í næstu Vínbúð eða í brugghús S.B. Brugghúss, Skipholti 31. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar ber að viðhafa fyllstu varúð. Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir, sérfræðingur á Vörusviði ÁTVR, s. 611-2764 og gunnthorunn@vinbudin.is.