Innkalla Bodylab pönnuköku- og vöfflublöndu

Bodylab Vöfflumix

HB heildverslun hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Pancake & Waffle Mix Classic - High Protein Baking Mix þurrefnablöndu frá Bodylab.

Ástæða innkölluna er varan getur innihaldið aðskotahlut úr málmi en þeir gera matvælin ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Bodylab
  • Vöruheiti: Pancake & Waffle Mix Classic - High Protein Baking Mix          
  • Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning 01.09.2023 og 01.11.2023
  • Lotunúmer: 10921/5176 og 11121/5176
  • Nettómagn: 500 g
  • Strikamerki: 5711657012340
  • Framleiðandi: Bodylab
  • Framleiðsluland: Danmörk
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
  • HB heildverslun ehf., Skeifunni 10, 108 Reykjavík.

Um dreifingu sjá verslanir Hagkaupa, Nettó og Krónunnar um land allt.

Viðskiptavinir sem hafa keypt matvælin sem tilheyra ofangreindum lotunúmerum eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga en einnig hægt að skila þeim í þeirri verslun þar sem þau voru keypt.  

Nánari upplýsingar um innköllun:HB  heildverslun, hildur[hja]hbheildverslun.is., sími 690 0377