Iðnaðarsvæði í Reykjavík - opinn fundur 1. nóvember | Reykjavíkurborg

Iðnaðarsvæði í Reykjavík - opinn fundur 1. nóvember

þriðjudagur, 30. október 2018

Opinn kynningarfundur verður haldinn í Borgartúni 14, fimmtudaginn 1. nóvember 2018, kl. 17–18.30

  • Mynd úr safni
    Mynd úr safni

Breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Reykjavíkur.

Dagskrá

Iðnaðarsvæði við Álfsnesvík fyrir starfsemi Björgunar.
Drög að svæðis- og aðalskipulagsbreytingum ásamt umhverfismati.

Iðnaður og önnur landfrek starfsemi.
Endurskoðun skipulagsákvæða á atvinnusvæðum í Reykjavík.
Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfismati.
Kynningargögn má finna á adalskipulag.is (drög að breytingatillögum) og ssh.is.

Fundurinn er haldinn í Borgartúni14, fimmtudaginn 1. nóvember 2018, kl. 17–18.30. Gengið er inn um eystri dyr í Borgartúni 14 og lyfta tekin upp á 7. hæð. Þar er einnig farið inn um eystri dyr í fundarsalinn Vindheima.

Allir velkomnir

Samtök sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborg - umhverfis- og skipulagssvið.

Auglýsing