Íbúar velja hugmyndir á kjörseðil

Samgöngur Velferð

""

Undanfarin ár hafa hverfisráðin í Reykjavík tekið ákvarðanir um það hvaða 25 hugmyndir af innsendum tækum* hugmyndum fara á kjörseðilinn í hverju hverfi sem íbúar kjósa um í íbúakosningunum Hverfið mitt. 

Í ár ber svo við að ný hverfisráð munu ekki taka til starfa fyrr en í haust.  Því bregður Reykjavíkurborg á það ráð að opna samráðsferlið og gefur íbúum og hagaðilum í hverfunum kost á að velja þær hugmyndir sem verða á kjörseðlinum. Það verður gert á opnum húsum þar sem íbúar geta komið og stillt hugmyndunum upp.

Þriðjudaginn 11. júní milli klukkan 16-18 verður opið hús fyrir Árbæ, Grafarholt og Úlfarsárdalur  í Félagsmiðstöðinni Holtinu Norðlingabraut 12, 110 Reykjavík.

Fimmtudaginn 13. júní milli klukkan 16-18 verður opið hús fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaði í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31, 108 Reykjavík.

Á opnu húsi munu tækar* hugmyndir hanga uppi á vegg til sýnis. Þátttakendur fá atkvæðaseðil þar sem þeir gefa þeim 25 hugmyndum sem þeim líkar best við atkvæði sitt. Atkvæðaseðlum verður skilað í kjörkassa á staðnum.  Þær 25 hugmyndir sem fá flest atkvæði verða á kjörseðli hverfisins í hverfakosningunum í haust.

*Tækar hugmyndir eru þær hugmyndir sem standast lög og reglur, eru innan fjárheimilda verkefnisins, eru útfærðar á landi Reykjavíkurborgar og stangast ekki á við skipulag.

 

Viðburðirnir á facebook:

Árbær, Grafarholt, Úlfarsárdalur

Laugardalur, Háaleiti og Bústaðir