Íbúar beðnir um að moka frá sorptunnum

Sorphirða

Sorphrðumaður að störfum í snjó með gráa tunnu.

Íbúar í Árbæ, Breiðholti, Vesturbæ og Miðbæ (póstnúmer 101, 107, 109, 110 og 111) eru beðnir um að huga að aðgengi fyrir sorphirðu. Moka þarf snjó frá sorptunnum og gönguleiðum og hálkuverja þær svo sorphirða geti farið fram. 

Starf sorphirðufólks er einkar erfitt viðureignar í veðuraðstæðum eins og nú eru uppi og má gera ráð fyrir erfiðum aðstæðum næstu daga sem geta tafið hirðuna. 

Til að sorphirða í borginni haldi áætlun, er mikilvægt að hægt sé að komast að tunnum til að losa þær.  Þar sem ekki er mokað frá og starfsfólk kemst ekki að tunnunum getur þurft að sleppa því að tæma. 

Einnig er ágætt að huga að því að lýsing í geymslum og skýlum sé í lagi. 

Hægt er að sjá losunardaga eftir hverfum í sorphirðudagatali á vef Reykjavíkurborgar.