Íbúafundur um hótel, íbúðahótel og heimagistingu | Reykjavíkurborg

Íbúafundur um hótel, íbúðahótel og heimagistingu

miðvikudagur, 11. október 2017

Hvert skal stefnt? er yfirskrift opins fundar um hótel, íbúðahótel og heimagistingu í Reykjavík  sem hverfisráð og íbúasamtök Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, ásamt borgarstjóra, standa fyrir.  Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn  15. nóvember kl. 17 – 18.30.

(Frétt uppfærð 17. október vegna frestunar fundarins til 15. nóvember > sjá nánari upplýsingar á reykjavik.is/gisting 

  • Ferðamenn eru komnir til að vera
    Ferðamenn eru komnir til að vera

Á fundinum verður dregin upp mynd af þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað og þeim kostum og vanda sem hún skapar.  Flutt verða erindi um íbúðahótel og heimagistingu, hvaða skilyrðum slík nýting húsnæðis er bundin og hver réttur íbúa er gagnvart slíkri starfsemi. 

Borgarstjóri segir frá áherslum Reykjavíkurborgar og aðrir fyrirlesarar og þátttakendur í pallborði verða frá íbúasamtökum og þeim stofnunum sem sinna skipulagi og regluverki gistinga. Fulltrúi sýslumanns tekur þátt sem og fulltrúar frá skipulagi Reykjavíkurborgar, atvinnuþróun og heilbrigðiseftirliti.

Skoða viðburð á Facebook