Íbúafundur Háaleitis og Bústaðahverfis

""

Fjölmenni mætti á opinn fund fyrir íbúa Háaleitis og Bústaðahverfa sem haldinn var í Breiðagerðisskóla, í gærkvöldi. 

 

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson fór yfir málefni hverfishlutanna í glærukynningu, kynntar voru hugmyndir um Miklubraut í stokk, skipulag við Kringluna. Helga Margrét Guðmundsdóttir, frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis fjallaði um heilsueflingu í hverfinu. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, Þorsteinn R. Hermannsson, kynnti svo Borgarlínu. Að loknum erindum svaraði borgarstjóri spurningum úr sal.

Kynning borgarstjóra á hverfishluta Háaleitis og Bústaðahverfis

Kynning Helgu Margrétar Guðmundsdóttur um heilsueflingu í hverfinu

Kynning samgöngustjóra á Borgarlínunni

Horfa má á fundinn hér fyrir ofan.