Íbúafundur borgarstjóra í Grafarvogi

Betri hverfi Framkvæmdir

""

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri boðar til íbúafundar um málefni Grafarvogs miðvikudaginn 27. september kl. 20.00 í Borgum, félags- og menningarmiðstöðinni Spönginni 43. Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni fyrir fundinn.

Borgarstjóri fer yfir þau mál sem eru á döfinni í Grafarvogi í þjónustu og uppbyggingu innan hverfisins. Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri verður með stutta kynningu á undirbúningi Borgarlínu og hvernig hún mun bæta samgöngur í borginni. Sesselja Eiríksdóttir sem verið hefur virk í starfi eldri borgara horfir á Grafarvog frá þeirra sjónarhóli. Fundarstjóri verður Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness. Opið verður fyrir fyrirspurnir um allt sem varðar málefni Grafarvogs. Þeir sem vilja geta sent spurningar sínar fyrirfram á netfangið borgarstjori@reykjavik.is  og þannig verður hægt að undirbúa greinargóð svör.

Það er vel þegið að þeir sem ætla að mæta á fundinn láti vita af sér á Facebook-viðburði: Íbúafundur borgarstjóra í Grafarvogi til að auðvelda þeim sem undirbúa sal og veitingar.

Borgarstjóri heimsækir fyrr um daginn stofnanir og fyrirtæki í Grafarvogi, auk þess sem hann mun eiga fund með hverfisráði Grafarvogs og stjórn íbúasamtakanna.

Íbúafundurinn í Grafarvogi er sá fyrsti í röð funda borgarstjóra í vetur en tímasetningar þeirra verða nánar auglýstar síðar