Íbúafundur borgarstjóra í Árbæ

Stjórnsýsla

""

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt íbúafund um málefni Árbæjar fimmtudaginn 2. nóvember sl. í Árbæjarskóla. 

Borgarstjóri fór yfir þau mál sem eru á döfinni í Árbænum í þjónustu og uppbyggingu innan hverfisins. Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri á þjónustumiðstöðinni var með kynningu á lýðheilsuverkefni hverfisins og opið var fyrir fyrirspurnir um allt sem varðar málefni Árbæjar. Kaldur pottur í laugina, flóðlýsing við Fylkisvöll, forvarnir og strætó var meðal þess sem íbúar Árbæjar vildu ræða við borgarstjóra.

Borgarstjóri heimsótti fyrr um daginn stofnanir og fyrirtæki í Árbænum, auk þess sem hann átti fund með hverfisráði Árbæjar og stjórn íbúasamtakanna.

Þeir sem vilja geta sent spurningar á netfangið borgarstjori@reykjavik.is.

 Á Facebook-viðburði: Íbúafundur borgarstjóra í Árbæ er hægt að nálgast ljósmyndir frá heimsóknum borgarstjóra og efni frá fundinum.

Glærukynning borgarstjóra

Glærukynning Örnu Hrannar um heilsueflingu í Árbæ

Íbúafundurinn í Árbænum var annar í röð funda borgarstjóra í vetur en tímasetningar þeirra verða nánar auglýstar síðar.