Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir í Reykjavík? | Reykjavíkurborg

Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir í Reykjavík?

föstudagur, 6. október 2017

Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. kl. 9  - 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.  Allir eru velkomnir.

 

 • Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
  Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
 • Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
  Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
 • Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?
  Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir?

Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla í kynningu borgarstjóra verður á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.

Dagskrá:

kl. 8.30 - Létt morgunhressing

kl. 9.00 - Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík

kl. 10.00 - Ýmis uppbyggingarverkefni:

 • Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði: Staða og þróun á húsnæðismarkaði.
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá umhverfis- og skipulagssviði: Úlfarsárdalur - uppbygging.
 • Sigurður Bessason, formaður Eflingar og varaforseti ASÍ: Leiguíbúðir á viðráðanlegu verði
 • Ásdís Helga Ágústsdóttir, arkitekt hjá Yrki: Íbúðir Bjargs við Móaveg

Fundarstjóri: Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar á reykjavik.is/ibudir