Hvalreki við Eiðisgranda fjarlægður

Heilbrigðiseftirlit

""

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar lét fjarlægja hrefnuna sem rak á land við Eiðisgranda. Vel gekk að fjarlægja hræið sem verður flutt í Álfsnes til urðunar.

Var nokkur ólykt í nágrenninu við hræið og var íbúum ráðlagt að hafa lokaða glugga til að forðast ólyktina en vindátt var óhagstæð í gær m.t.t. lyktarmengunar.

Ekki stafaði nein hætta af hræinu og bar marga að til að skoða það í gær og í morgun. Heilbrigðiseftirlitið hafði samband við Hafrannsókastofnun vegna málsins og hefur nú hræið verið fjarlægt. Skrifstofa reksturs og umhirðu hjá umhverfis- og skipulagssviði sá um að fjarlægja það. 

Myndband af brottflutningi hrefnunnar