Hvaða kynlegu áhrif hefur Covid-19?

Mannréttindi Mannlíf

""

Kynlegar tölur, samantekt mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu á ýmsum tölfræðilegum upplýsingum er komin á vef Reykjavíkurborgar.

Í samantektinni eru tölulegar upplýsingar sem ætlað er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla. Í ár var áhersla lögð á að skoða hvaða áhrif Covid-19 hafði á kynin fyrstu mánuði ársins. 

Ljóst er að konur eru í meirihluta þeirra sem vinna við umönnunar- og hjúkrunarstörf og hafa því verið í framlínu í meira mæli en karlar. Konur eru einnig 77% þeirra sem skráðu sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar og kynjahlutfallið var það sama í bakvarðasveit velferðarþjónustunnar. Konur voru hins vegar 55% þeirra sem höfðu farið í covid-19 próf í apríl 2020 en karlar 45% .

Karlar eru formenn í aðalstjórnum sex hverfisíþróttafélaga í Reykjavík af níu en konur eru formenn í þremur aðalstjórnum. Karlar eru jafnframt í meirihluta í aðalstjórnum sex hverfisíþróttafélaga en konur eru í meirihluta í aðalstjórnum þriggja hverfisíþróttafélaga. 

Frá árinu 1961 hefur 21 karl gegnt stöðu seðlabankastjóra en ekki ein kona og 11 karlar hafa gegnt stöðu útvarpsstjóra frá árinu 1930 en ekki ein kona.

Þessar og fleiri upplýsingar er að finna í Kynlegum tölum 2020.