Hvað tekur við eftir afplánun?

Velferð

""

Velferðarráð Reykjavíkur heldur áfram að bjóða í velferðarkaffi á föstudögum í vetur en í kaffinu eru rædd málefni er varða þjónustu velferðarsviðs borgarinnar. Á föstudaginn, 8. nóvember, verður fjallað um málefni fanga.

Rætt verður um frá ýmsum hliðum hvað tekur við eftir að afplánun lýkur? Hver er staðan, hvað er vel gert og hvað má betur fara?

Fundurinn er að þessu sinni í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi.

Dagskrá;

Kl. 8.15 Mæting og morgunkaffi

  • Dögg Hilmarsdóttir, félagsráðgjafi hjá meðferðarsviði Fangelsismálastofnunar
  • Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun
  • Sigríður Ella Jónsdóttir, verkefnisstjóri Félagsvina eftir afplánun hjá Rauða Krossinum á Íslandi
  • Þorlákur Ari Ágústsson, fyrrverandi fangi

Kl. 9.30 Umræður og samantekt

Fundurinn er opinn - öll hjartanlega velkomin! Hann fer fram í salnum Háholti í félagsstarfinu í Gerðubergi (jarðhæð). Fundarstjóri er Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.

Viðburður á Facebook