Hugum að smitvörnum

Covid-19 Velferð

""

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar fundaði í morgun vegna þeirrar hópsýkingar Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem verið hefur í fréttum að undanförnu.

Þetta er í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar og undirstrikar að taka þarf málið alvarlega.

Neyðarstjórn velferðarsviðs mun yfirfara og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og ef til vill aðrar aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa. Þetta verður nánar tilkynnt um leið og það liggur fyrir.

Ákveðið hefur verið að miðla upplýsingum til starfsfólks og starfsstaða borgarinnar í dag þar sem minnt er á almennar einstaklingsbundnar smitvarnir og aðra aðgát, svo sem aukin þrif.

Sérstakar leiðbeiningar og spurningalistar hafa verið útbúnir vegna starfsfólks sem er að koma til vinnu erlendis frá, þannig að hægt sé að meta hvenær því er óhætt að mæta til vinnu.

Reykjavíkurborg og yfirstjórn borgarinnar heldur stöðugt vöku sinni yfir ástandinu og grípur til aðgerða í samráði við almannavarnir, sóttvarnarlækni og á vettvangi neyðarstjórnar borgarinnar.

Samfélagssáttmáli Almannavarna