Hugmyndasöfnun lýkur í dag

Atvinnumál Betri hverfi

""

Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is lýkur á miðnætti í dag, föstudaginn 24. mars.  Í morgun var fjöldi hugmynda kominn yfir 850 og stefnir í að fyrra met í fjölda hugmynda verði slegið en í fyrra skiluðu sér rúmlega 900 hugmyndir.

Allar hugmyndir birtast strax öllum notendum um leið og þær hafa verið settar inn á Hverfið mitt. Notendur geta látið velþóknun sína í ljós með því að smella hjarta á þá hugmynd sem þeim líkar.  Hjartað er like-merki Betri Reykjavíkur.

Hver og einn getur sett inn eins margar hugmyndir og í öllum hverfum ef hann vill.  Hvatt er til þess að hafa sérhverja hugmynd afmarkaða og nauðsynlegt er að ákveða staðsetningu fyrir hverja hugmynd.  Þá hjálpar að setja góðan titil og greinargóða lýsingu á hugmyndinni, ásamt mynd að eigin vali. Sá sem setur inn hugmynd getur að auki bætt inn rökum með eða á móti.

Eftir að hugmynd hefur verið send inn á vefinn hverfidmitt.is er æskilegt að draga athygli að henni með því að deila henni með fylgdarliði sínu á samfélagsmiðlum. Þeir sem sjá geta þá látið vita hvort hjarta þeirra slái með hugmyndinni. Til að hugmynd komist áfram á næsta stig í úrvinnslu verður hún að hafa fengið 10 hjörtu að lágmarki.

Eftir að hugmyndasöfnun lýkur verður hægt að rökstyðja, ræða og gefa hugmyndum vægi á vefnum.

Tengt efni: