Hugmyndasöfnun er hafin á Hverfidmitt.is

Betri hverfi Framkvæmdir

""

Hugmyndasöfnun vegna nýframkvæmda og viðhaldsverkefna er hafin á hverfidmitt.is og geta íbúar bæði sett inn eigin hugmyndir og skoðað hugmyndir annarra næstu þrjár vikurnar, en hugmyndasöfnun lýkur 20. mars.  

Þetta er í sjöunda sinn sem Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasöfnunar af þessu tagi og er framkvæmdafé 450 milljónir króna, sem er sama upphæð og var í fyrra. Hugmyndir sem settar eru inn núna og hljóta kosningu koma til framkvæmda á næsta ári. 

Hugmyndirnar eiga að:

  • bæta hverfið á einhvern hátt.
  • rúmast innan fjárhagsáætlunar hverfisins.
  • vera framkvæmanlegar innan þess tímaramma sem verkefninu er gefinn.
  • falla að skipulagi borgarinnar og stefnu og vera á borgarlandi.
  • færa hverfið nær framtíðarsýn íbúanna, t.d. snjallt hverfi, heilsueflandi, barn- og aldursvænt.

Hugmyndirnar geta t.d. varðað :

  • umhverfi og möguleika allra aldurshópa til útivistar og samveru.
  • aðstöðu til leikja og afþreyingar.
  • betri aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi borgarbúa.
  • snjallar útfærslur á allskonar.

Innsendar hugmyndir eru svo metnar út frá þessum punktum og stillt upp til kosninga meðal íbúa. Kosið verður í október.

Tengdar síður: