Hreystivöllur við Laugalækjarskóla

Framkvæmdir Íþróttir og útivist

""

Vinna er hafin við hreystivöll á lóð Laugalækjarskóla og áætlað er að taka svæðið í notkun í nóvember.

Hreystivöllurinn kemur í stað brettagarðs og verða steyptar einingar sem tilheyrðu honum fjarlægðar til að rýma fyrir hreystibraut, setþrepum og bekkjum. Allt yfirborð svæðisins verður yfirfarið og endurnýjað, fallvörn komið fyrir undir hreystibraut og gervigras á svæðinu lagfært. Hreystisvæðið verður tengt gangstétt við Laugalæk með göngustíg.

Byrjað verður að fjarlægja brettaeiningar, ganga frá fallvörn og yfirborði gervigrass og á því að verða lokið fyrir byrjun skóla 20. ágúst. Áætlað er að uppsetning hreystibrautar, setþrepa, bekkja og göngustígs verði lokið fyrir 31. október.

Sjá nánar á upplýsingasíðu í Framkvæmdasjá: Hreystivöllur við Laugalækjarskóla.