Hraunborg fær nýjan leikskólastjóra

Skóli og frístund

""

Sigríður Fanney Pálsdóttir er nýr leikskólastjóri í Hraunborg. Hún tekur við af Guðnýju S. Hallgrímsdóttur 1. júlí næstkomandi.

Starf leikskólastjóra í Hraunborg var auglýst til umsóknar í apríl sl. Fimm sóttu um leikskólastjórastöðuna, þrír uppfylltu ekki skilyrði um menntunarkröfur.

Sigríður lauk BS í leikskólafræði frá Háskóla Íslands 1998 og MBA námi frá Háskóla Íslands 2014.  Sigríður hefur starfað sem deildarstjóri í leikskóla í tólf ár, atferlisþjálfi í eitt ár og aðstoðareikskólastjóri sl. þrjú ár.

Um leið og fráfarandi leikskólastjóra er þakkað farsælt starf er nýjum leikskólastjóra óskað velfarnaðar í starfi.  Hraunborg stendur við Hraunberg í Efra- Breiðholti í jaðri Elliðaárdals. Leikskólinn er þriggja deilda og þar dvelja 65 börn samtímis.