Hljómsveitin Ateria sigraði Músíktilraunir 2018 | Reykjavíkurborg

Hljómsveitin Ateria sigraði Músíktilraunir 2018

mánudagur, 26. mars 2018

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2018 fór fram síðastliðið laugardagskvöld. Eftir afar fjölbreytt úrslitakvöld Músíktilraunanna 2018 var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Spenna lá í loftinu og eftirvæntingin var mikil jafnt hjá áhorfendum sem þátttakendum.

 • Dagur B. Eggertsson afhendir liðsmönnum hljómsveitarinnar Ateriu verðlaunin
  Dagur B. Eggertsson afhendir liðsmönnum hljómsveitarinnar Ateriu verðlaunin. ©Brynjar Gunnarsson
 • Hljómsveitin Ateria, f.v. Fönn Fannarsdóttir, trommuleikari, Ása Ólafsdóttir, gítaleikari og Eir Ólafsdóttir, bassaleikari
  Hljómsveitin Ateria, f.v. Fönn Fannarsdóttir, trommuleikari, Ása Ólafsdóttir, gítaleikari og Eir Ólafsdóttir, bassaleikari og söngvari. ©Brynjar Gunnarsson.
 • Between Mountains sigursveit Músíktilrauna 2017 veitti einnig verðlaun fyrir 2. sætið en það var hljómsveitin Mókrókar
  Between Mountains sigursveit Músíktilrauna 2017 veitti einnig verðlaun fyrir 2. sætið en það var hljómsveitin Mókrókar ©Brynjar Gunnarsson
 • Between Mountains sigursveit Músíktilrauna 2017 veitti verðlaun fyrir 3. sætið en það var hljómsveitin Ljósfari sem hreppti það.
  Between Mountains sigursveit Músíktilrauna 2017 veitti verðlaun fyrir 3. sætið en það var hljómsveitin Ljósfari sem hreppti það. ©Brynjar Gunnarsson
 • Helga Möller söngkona veitti Hljómsveit fólksins verðlaun en það var Karma Brigade©Brynjar Gunnarsson
  Helga Möller söngkona veitti Hljómsveit fólksins verðlaun en hún er valin með símakosningu. Hljómsveit fólksins þetta árið er Karma Brigade. ©Brynjar Gunnarsson

Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis og úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum svo dæmi séu nefnd.

Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun á Músíktilraununum í ár og verður spennandi að fylgjast með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í nánustu framtíð.

1. Sæti – Ateria 
2. Sæti – Mókrókar
3. Sæti – Ljósfari

Hljómsveit fólksins (valin með símakosningu):
Karma Brigade

Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku:
Agnar Dofri Stefánsson (Agnarsmár)

Trommuleikari Músíktilrauna:
Þórir Hólm Jónsson (Mókrókar)

Gítarleikari Músíktilrauna:
Þorkell Ragnar (Mókrókar)

Bassaleikari Músíktilrauna:
Snorri Örn Arnaldsson (Ljósfari og Jóhanna Elísa)

Hljómborðsleikari Músíktilrauna:
Jóhanna Elísa Skúladóttir (Jóhanna Elísa)

Söngvari Músíktilrauna:
Eydís Ýr Jóhannsdóttir (SIF)

Rafheili Músíktilrauna:
Darri Tryggvason (Darri Tryggvason)

Blúsaðasta bandið: 
Mókrókar